• skotvis@skotvis.is

Fréttir

Fréttir af félagsstarfinu, tilkynningar frá stjórn og hvað eina sem viðkemur hagsmunum

veiðimanna.                                                     Lumar þú á frétt? Sendu okkur línu.

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og við séum einskis vísari frá þeim tíma sem skriflegar heimildir af áhyggjum af afdrifum stofnsins fóru að líta dagsins ljós. Þessi umræða var á eldi árið 1898. „Það er ekkert vafamál, að þessum fuglum er stöðugt að fækka, og að […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Öld Fjallkonunnar

Umsögn FACE, Evrópusambands skotveiðifélaga, um fyrirhugað blýbann ESB.

Hér er að finna umsögn FACE, sem SKOTVÍS á aðild að, um fyrirhugað bann við notkun á blýi. Þetta fyrirhugaða bann mun ekki einungis ná til skotfæra, heldur til allrar framleiðslu sem inniheldur blý, svo sem sökkur á veiðilínu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru tvö skjöl, annað mun ítarlegra, og svo úrdráttur.

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Umsögn FACE, Evrópusambands skotveiðifélaga, um fyrirhugað blýbann ESB.

Fuglaflensa og veiðar

Í vor komu upp staðfest tilfelli fuglaflensu í farfuglum þegar þeir komu til landsins. Talsvert fannst af dauðri súlu, og einhver tilfelli hafa komið upp um að helsingi hafi drepist, líklegast úr sjúkdómnum. Þau sem stunda veiðar á villtum andfuglum hafa að vonum áhyggjur af því hvort sjúkdómurinn hafi áhrif á veiðar í haust. Fuglaflensa er í raun skæð inflúensuveira […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fuglaflensa og veiðar

Grágæs hefur heldur fækkað á Íslandi sl. 4 ár

Heiðagæsastofninn stendur sem fyrr mjög sterkur og taldi hann um hálfa milljón fugla skv. talningum ársins 2019. Íslenski grágæsastofninn náði hins vegar hámarki árið 2011 með 112.000 fuglum. Síðan þá hefur grágæs fækkað og árið 2018 bentu talningar til þess að stofninn væri kominn niður í 58.000 fugla. Árið 2019 rétti stofninn heldur úr kútnum og voru þá taldar 73.000 […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Grágæs hefur heldur fækkað á Íslandi sl. 4 ár

SKOTVÍS blaðið er komið út!!

Blaðinu er komið í dreifingu til félagsmanna sem eru núna komnir yfir 2.500. Endilega láttu okkur vita með tölvupósti á skotvis hjá skotvis.is ef þér berst ekki blaðið. Að venju er blaðið fullt af áhugaverðu efni sem enginn skotveiðimaður ætti að láta framhjá sér fara. Allir félagar í SKOTVÍS fá blaðið sent heim. Ert þú ekki örugglega félagi?

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við SKOTVÍS blaðið er komið út!!

Söfnun gæsa vængja.

VEIÐIMENN ATHUGIÐVið bendum ykkur á að senda gæsavængi til dr. Arnórs Sigfússonar fuglafræðings.Hann hefur safnað vængjum í áratugi og við hjá SKOTVÍS verið í góðu samtsarfi við hann.Hér að neðan er póstur frá honum. Kæru veiðimenn og aðrir á póstlista Gæsafrétta. Undanfarin ár hef ég leitað til ykkar eftir aðstoð við að safna gæsa- og andavængjum til aldursgreininga á veiðinni […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Söfnun gæsa vængja.

Aðalfundur 2021

Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2021 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn rafrænt á Zoom, og hefst klukkan 20:00. Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2021

Hreindýrakvóti 2021 birtur

Umhverfisráðherra hefur nú ákveðið hreindýrakvóta ársins 2021. Áfram er mælst til þess að veiðimenn forðist að skjóta mylkar kýr fyrstu 2 vikur veiðitímans, þó svo að engar rannsóknir sýni tengsl milli veiða á mylkum kúm, og kálfadauða. Það er slæmt til þess að vita að tilfinningar fari að ráða för í veiðistjórnun, en ekki vísindin. Kvóti ársins er 1220 dýr, […]

Posted in Fréttir, Hreindýr | Tagged , | Slökkt á athugasemdum við Hreindýrakvóti 2021 birtur

Aðalfundur SKOTVÍS 2020

Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2020 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði VERKÍS að Ofanleiti 2 þann 27. febrúar nk. og byrjar klukkan 20:00 Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga […]

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SKOTVÍS 2020

Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!

Frá 2006 til 2018 voru í gangi í Þingeyjarsýslum rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga. Þessar rannsóknir hafa runnið sitt skeið en ætlunin er að halda áfram að meta holdafar fuglanna og það verður hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og stofnbreytinga. Einn af þeim þáttum sem sýnir […]

Posted in Fréttir, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!
Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial