Um Skotvís

Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi.

Markmið félagsins er að stuðla að sameiningu skotveiðimanna og áhugamanna um skotveiðar og náttúruvernd og standa vörð um hagsmuni þeirra. Markmiði sínu hyggst félagið ná m.a. með því að:

  • Stuðla að útgáfustarfsemi og almennri fræðslu um málefni, sem snerta skotveiðar, náttúruvernd og almennan fróðleik um dýralíf landsins.
  • Eiga samvinnu við önnur félög og samtök, innlend og erlend, sem hafa málefni tengd áhugamálum skotveiðimanna á stefnuskrám sínum.
    Stuðla að rannsóknum og gagnasöfnun um stofna veiðidýra.
  • Eiga samvinnu við önnur félög og opinbera aðila um setningu laga og reglugerða um almannarétt, náttúruvernd, friðun og veiðar dýra og meðferð skotvopna.
  • Aðstoða við stofnun félaga um skotveiðar og styðja við starfsemi þeirra.
  • Greiða fyrir aðgangi veiðimanna að veiðilöndum.
  • Gangast fyrir kynningu og fræðslu fyrir almenning um skotveiðar.
    Stuðla að aukinni hagkvæmni innkaupa fyrir félaga.
    Stuðla að sjálfbærri nýtingu dýrastofna.

Starf félagsins

Rannsóknir og kannanir
Félagið stundar rannsóknir og gengst fyrir gerð kannana sem snerta umhverfisvernd og skotveiðar.

Landréttarmál
Rétturinn til að veiða á almenningum og afréttum er eitt brýnasta hagsmunamál skotveiðimanna. Félagið hefur gengist fyrir ráðstefnuhaldi samtaka sem málið varða, og því verður að fylgja eftir með þrýstingi á löggjafann um að lög um almannarétt verði endurskoðuð.

Fræðslumál
Félagið hefur séð um námskeið og námsgögn fyrir nýja byssuleyfishafa fyrir Lögreglustjórann í Reykjavík, og hefur þar verið öðrum lögregluembættum til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að fræða almenning um gildi skotveiða sem útilífsiðkunn, og kynna sjónarmið skotveiðimanna.

Fuglafriðun
Allir fuglar í náttúru Íslands eru friðaðir nema umhverfisráðherra heimili annað með reglugerðum. Lög um veiðar eru að gerbreytast og þeim mun fylgja frumskógur af reglugerðum. Hætta er á að hagsmunir skotveiðimanna verði þar fyrir borð bornir nema til komi aðhald sterkra hagsmunasamtaka eins og SKOTVÍS.


Um Skotvís

Útgáfustarfsemi
SKOTVÍS hefur staðið í öflugri útgáfustarfsemi. Árið 1995 hóf félagið útgáfu á tímaritinu SKOTVÍS – Fagrit um skotveiðar og útivist. Stefnt er á að þetta tímarit komi að a.m.k. 1 sinni út á ári. Þessi miðill stendur skotveiðimönnum opinn, þar geta þeir komið á framfæri skoðunum sínum og upplýsingum er varða skotveiðar og tengd málefni annað hvort með því að senda SKOTVÍS bréf á skrifstofuna eða með tölvupósti, skotvis@skotvis.is

Samvinna og samskipti
SKOTVÍS hefur haft mikil og góð samskipti við önnur skotveiðifélög, innlend sem erlend. Félagið er í góðu sambandi við erlend samtök skotveiðimanna, t.d. Nordisk Jägersamvirke og FACE, ásamt því að ráðstefnur og verkefnafundir eru sóttir á erlenda grund. SKOTVÍS er í góðu sambandi og hefur samvinnu við landshlutafélög skotveiðimanna, m.a. með fundum með stjórnum þeirra.

Hvernig getur þú tekið þátt í hagsmunabaráttu íslenskra skotveiðimanna?
Hér á landi eru ríflega 25.000 manns með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu stór hluti af þeim stunda veiðar að einhverju marki en ekki er óvarlegt að ætla að helmingur geri það. Nauðsynlegt er því að þessi stóri hópur eigi sér málsvara sem stendur vörð um hagsmuni hans gagnvart stjórnvöldum, og sem vinnur að því að kynna skotveiðar sem útilífsiðkun og almenningsíþrótt. Skotveiðifélag Íslands er þessi málsvari, en til þess að geta sinnt þessu hlutverki þarf SKOTVÍS á þér að halda. Því fleiri sem félagsmenn eru, því stekari verða samtökin. Auk þess að með auknum fjölda félagsmanna getur félagið byggt upp öflugt félagsstarf í þína þágu. Það kostar lítið fyrir hvern og einn að vera félagi í SKOTVÍS, en það getur kostað mikið fyrir skotveiðimenn að hafa ekki virkan og öflugan málsvara! Árgjaldið er nú kr