Söfnun gæsa vængja.

VEIÐIMENN ATHUGIÐVið bendum ykkur á að senda gæsavængi til dr. Arnórs Sigfússonar fuglafræðings.Hann hefur safnað vængjum í áratugi og við hjá SKOTVÍS verið í góðu samtsarfi við hann.Hér að neðan er póstur frá honum.

Kæru veiðimenn og aðrir á póstlista Gæsafrétta.

Undanfarin ár hef ég leitað til ykkar eftir aðstoð við að safna gæsa- og andavængjum til aldursgreininga á veiðinni í þeim tilgangi að vakta ungahlutfall sem endurspeglar ungaframleiðslu stofnanna. Fyrir ári sendi ég ykkur póst um að ég hefði tekið upp þráðinn að nýju þrátt fyrir að ekki hefði fengist styrkur úr Veiðikortasjóði til að halda þessari vöktun áfram.

Veiðimenn brugðust vel við beiðni minni um að senda mér vængi að nýju og bárust mér alls 8.049 vængir, þar af um 5.500 af grágæsum, um 1.500 af heiðagæs og um 1.000 helsingjum. Auk þess bárust hundruð andavængja, mest stokkönd. Ungahlutfall hjá bæði grágæs og heiðagæs var nærri meðaltali og það sama má segja um helsingja. Þetta bendir til að varpárangur hafi verið góður síðastliðið ár hjá öllum tegundum. Ég mun á næstunni taka saman niðurstöðurnar og senda ykkur smá skýrslu um vængjasýnið þegar skýrsla um talningar á Bretlandseyjum er komin út, en þá er hægt að skoða talningarnar í samhengi við ungahlutfallið.

En að vængjasöfnuninni. Eins og áður þá bið ég ykkur að senda mér annan vænginn af þeim gæsum sem þið skjótið og alltaf væng sömu megin. Þið getið komið þeim til mín á Verkís, Ofanleiti 2 í Reykjavík eða ég sótt þá til ykkar ef það hentar betur. Einnig get ég komið og skoðað gæsirnar fyrir verkun ef því verður við komið og þið eruð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem búa úti á landi geta sent mér vængina með Landflutningum eða Eimskip og greiði ég sendingarkostnaðinn.

Í fyrra barst mér nokkuð af ljósmyndum af vængjum frá veiðimönnum utan af landi og gekk það yfirleitt vel. Best var þegar myndirnar voru sendar með Messenger í Facebook. Það tekur minna pláss en að senda stórar myndir í tölvupósti. Meðfylgjandi mynd barst mér á þann hátt frá Tómasi Árdal og sýnir vel það sem ég þarf að sjá af vængnum. Hafa hann svona útbreiddan og gott er að sjá endann á dvergvængsfjöður, sú sem sést undir þumlinum. Einnig gott að sjá svona í bakið en ekki nauðsynlegt. Þið fáið síðan sendar niðurstöður greininga á vængjum frá ykkur til baka.Þið getið haft samband við mig á netfangið ats@verkis.is, í gsm síma 8434924 og á FB finnið þig mig með því að leita að Arnór Sigfússon. Ef þið sendið eða komið á mig vængjum þá er það á Verkís að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík

Bestu kveðjurArnór

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More