• skotvis@skotvis.is

Gæsapottréttur

Þessi uppskrift er hugsuð til þess að skora á menn að nýta lærin af bráðinni og á þessi uppskrift ekki síður við læri á annarri villibráð. Fyrst er rétt að útskýra hvaða aðferðum er beitt við að sinudraga gæsalæri. Skorið er í skinnið á „ökklanum“ á gæsinni, sem sagt fyrir neðan „kálfann“ (ha ha). Passið vel að skera ekki í […]

Grillaðar langvíubringur

Hér kemur kryddlögur sem gott er að leggja langvíubringur í. Þetta magn miðast við 400 g af bringum: 3 msk soyasósa 3 msk ferskur lime-safi 1 msk hunang 2 dl ananassafi (má ekki vera sætur) Bringurnar eru látnar liggja í þessu yfir nótt í ísskáp og síðan steiktar á grilli eða á pönnu. Hér kemur svo annar lögur sem ættaður […]

Villigæsalifur með sveppum og eplum

Villigæsalifur er einstaklega ljúffengur réttur, ekki síst sem forréttur og er það miður hvað allt of margir veiðimenn nýta sér hana ekki. Það sem er skemmtilegt við þessa tilteknu uppskrift er að í henni eru einnig notaðir villisveppir. Best er að nota kónga-, lerki- eða furusveppi. Það sem þarf í þennan bragðgóða rétt er þetta: 300 gr. villigæsalifur 150 gr. […]

Humar og eplasulta á humargljáa og eggjafroðu

Fyrir 6 1 kg humarhalar Skelflettið humarinn og brjótið skeljarnar smátt Ferskt spínat u.þ.b. hálfur poki Trjónukrabbagljái Brotnar humarskeljar 1 gulrót laukur 1 blað salvía Hvítur pipar 1 dl koníak 1 l kjúklingasoð 1 dl hvítvín 120 g smjör Bræðið smjörið í potti og brúnið humarskeljarnar, bætið lauknum og gulrótinni út í, kryddið til með pipar. Hellið nú koníakinu yfir […]

Gæsalæri, ódýrt lostæti

Þessi uppskrift er hugsuð til þess að skora á menn að nýta lærin af bráðinni og á þessi uppskrift ekki síður við læri á annarri villibráð. Nokkur brögð eru að því að veiðimenn hirði aðeins bringurnar úr þeim gæsum sem þeir skjóta og hendi öllu hinu.Þetta er mikil sóun að ætti ekki að þekkjast því gæsalærin eru aldeilis frábær til […]

Grafinn hreindýravöðvi

Hreindýravöðvi, 2,5 til 3 cm þykkur Gróft salt Rósmarín Blóðberg Fennelfræ Kerfill Bergmynta Hunang Kjötið er þakið salti í ca 2 og hálfan til 3 klukkustundir, skol­að og þerrað. Penslað með hun­angi. Þvínæst er vöðvinn hjúpaður með söx­uðum kryddjurtum og fræjum. Tilbúið eftir 2 daga í kæli.

Ítölsk gæs

Berin eru einu ávextirnir í íslenskri náttúru. Aðalbláber þykja best íslenskra berja. Hér kemur skemmtileg uppskrift frá Ítalíu sem hefur verið aðlöguð íslenskum aðstæðum. Í þessari uppskrift eru það aðalbláberin sem gefa tóninn. Þetta er einstaklega einföld uppskrift en aldeilis frábær. Það sem þarf er: 2 gæsabringur eða um 800 gr 2 msk    ólívuolía 4 msk    balsam edik 1 dl    […]

Svartfugl

Svartfugl er frábær villibráð. Stofnar svartfugla eru sterkir hér við land og auðvelt að komast á svartfuglsveiðar. Svartfugl má matreiða á ótal vegu þó bestur sé hann steiktur. Mörgum finnst lýsisbragð af svartfugl­inum og er hann því ekki eins vinsæl villibráð eins og til dæmis rjúpur og gæsir. Auðvelt er að losna við lýsisbragðið. Frumskilyrði er að hreinsa vel alla […]

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial