Ítölsk gæs

Berin eru einu ávextirnir í íslenskri náttúru. Aðalbláber þykja best íslenskra berja. Hér kemur skemmtileg uppskrift frá Ítalíu sem hefur verið aðlöguð íslenskum aðstæðum. Í þessari uppskrift eru það aðalbláberin sem gefa tóninn. Þetta er einstaklega einföld uppskrift en aldeilis frábær. Það sem þarf er:

  • 2 gæsabringur eða um 800 gr
  • 2 msk    ólívuolía
  • 4 msk    balsam edik
  • 1 dl    aðalbláber
  • ½ tsk    kanell
  • salt og pipar

 

  1. Bringurnar eru steiktar í pönnu með háum börmum. Setjið ólívuolíu á pönnuna. Því næst eru bringurnar settar á pönnuna með skinnhliðina niður. Eftir u.þ.b. 3 mínútur er hitinn lækkaður og bring­urnar steiktar við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Aukið því næst hitann aftur og snúið bringunum við og steikið í u.þ.b. 5 mínútur. Bringurnar eru settar í eldfast fat og haldið heitum í ofni við u.þ.b. 40°.
  2. Hellið allri fitu af pönnunni. Setjið því næst balsam edik, aðalbláber, salt, pipar og kanel á pönnuna. Sósan er soðin niður við vægan hita í 10 – 15 mínútur.

Til að gera þessa sósu ennþá ljúffeng­ari má bæta við hana ½ dl af púrtvíni og einni msk af soja sósu. Pannan er því næst tekin af hell­unni og 50 gr af smjöri hrært saman við hana.
Sósunni er skipt á fjóra diska og gæsabringurnar skornar í þunnar sneiðar sem eru lagðar ofan á sósuna. Með þessum rétti er gott að hafa rauðkál, rauðvínssoðnar perur og kartöflumús.

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More