Hlað greiðir fyrsta félagsgjald nýrra félaga.

Skotvís og Hlað veiðiverslun hafa gert með sér samkomulag um að Hlað bjóði öllum þeim sem ganga í félagið, fyrsta árið frítt. Samningurinn gildir um þá nýja félaga sem ganga í félagið næsta árið.

Ferlið er sjálfvirkt, einungis þarf að skrá sig í félagið hér.

Stjórn Skotvís bindur miklar vonir við þennan samning og færir þeim Hlaðmönnum bestu þakkir fyrir samstarfið.

Framundan eru stór verkefni í hagsmunagæslu fyrir skotveiðimenn og því nauðsynlegt fyrir alla veiðimenn að fylkja sér bak við félagið. Rétturinn til veiða er ekki sjálfgefinn.

Share the Post:

Related Posts

Skotvopnanámskeið

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS um að félagið haldi utan um skotvopnanámskeið. Jafnframt hafa SKOTVÍS og UST gert samkomulag um

Read More

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More