SKOTVÍS 40 ára.

SKOTVÍS eru hagsmunasamtök skotveiðimanna og berjast fyrir réttindum hins almenna skotveiðimanns til veiða í náttúru Íslands. Félagsmenn eru rúmlega 4.000 en rúmlega 1.400 eru virkir. Um þessar mundir er félagið 40 ára og laugardaginn 22. september sl. var glæsileg afmælisveisla á Nauthól fyrir alla félagsmenn.  Fyrsta árið er frítt fyrir nýliða í boði HLAÐ. Einnig mun verða dregin út fjögur 10.000- króna úttektirt í Melabúðinni þegar við náum 1.500 virkum félagsmönnum.  Í veislunni héldu formaður SKOTVÍS og umhverfisráðherra ræður og Ari Eldjárn mætti og skaut léttum skotum í allar áttir.

 

 

Margt hefur áunnist á liðnum árum fyrir tilstuðlan SKOTVÍS. Hinn almenni skotveiðimaður getur nú sótt um hreindýraleyfi en ekki er langt síðan að þeim var bara úthlutað til fámenns hóps. Einnig má nú nota hljóðdeyfa við hreindýraveiðar. Námskeið fyrir skotveiðimenn eru nú haldin um allt land sem og skotvopnanámskeið en félagið var einmitt brautryðjandi á þessu sviði. Veiðikortakerfinu var komið á 1995 fyrir tilstuðlan SKOTVÍS sem var grunnur að skráningu á veiðitölum og styrkja til rannsókna á veiðitegundum. Svo mætti lengi telja en hér er stiklað á stóru.

Helstu áskoranir til framtíðar eru endurskoðun á veiðilöggjöfinni, stofnun Þjóðgarðastofnunar og miðhálendisþjóðgarðs. Mikilvægt er að rödd skotveiðimannsins fái þar að hljóma og tekið sé tillit til þeirra sem og annara hópa útisvistarfólks.

Félagið er um þessar mundir að opna skrifstofu í Ármúla 7 og stendur til að vera með skotveiðiskóla, nýta netið meira til kennslu ásamt nýjum kennsluháttum. Einnig hefur mikil vinna verið lögð í það að greina gögn um rjúpnavöktun og rjúpnaveiði og er niðurstaða okkar sú að dagafjöldi á rjúpnaveiðum skipti ekki máli þegar kemur að veiðiálagi. Með sölubanni sem SKOTVÍS barðist fyrir breyttist veiðihegðun það mikið að í bestu árum nær rjúpnaveiði ekki helming af því sem áður var.

Opna þarf betur fyrir heiðagæsaveiði á hálendinu, stofninn er komin í hálfa milljón fugla og ólíðandi að reynt sé að takmarka eða skerða rétt veiðimanna til að sækja í þá tegund.

SKOTVÍS skilgreinir sig sem umhverfis-og náttúruverndarsamtök og hefur hafið samstarf við skotvopnaverslanir og innflytjendur um að mninnka innflutning á haglaskotum sem nota plastforhlöð. Við viljum minnka og helst hætta allri plastnotkun við veiðar. SKOTVÍS hefur einnig sent Fuglavernd uppkast að samningi á milli félaganna þar sem þau skuldbinda sig til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum sem eru að vernda búsvæði fugla, votlendi og vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Það er nefnilega fleira sem sameinar þessi tvö félög en sundrar.

Félagið hefur staðið fyrir ýmsum siðbótum og má þar nefna átakið “Láttu ekki þitt eftir liggja” þar sem veiðimenn voru hvattir til að hirða upp eftir sig skothylki og forhlöð í náttúrunni bæði eftir sig og aðra. Einnig að taka með allt rusl sem þeir fundu á veiðislóð. Þetta heitir í dag að plokka…

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More