Fylltar rjúpur

Þegar búið er að hreinsa rjúpurnar er gott að láta þær liggja í mjólk nóttina áður en þær eru steiktar.
Teknar úr mjólkinni. Þurrkað af þeim og bringurnar ?spekkaðar?.
Niðursoðin epli og sveskjur látin inn í þær og festar saman.
Brúnað í smjöri á pönnu í rólegheitum.
Settar í þykkbotnaðan pott og soðnar í rúman klukkutíma í mjólkurblöndu með svolitlu salti.
Haldið heitum meðan sósan er búin til úr síuðu soðinu.
Sósan jöfnuð með hveiti. Hún má vera frekar þykk.
Látið í hana rjóma og rifsberjahlaup eftir smekk

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More