Hreindýrakvóti 2021 birtur

Umhverfisráðherra hefur nú ákveðið hreindýrakvóta ársins 2021.

Áfram er mælst til þess að veiðimenn forðist að skjóta mylkar kýr fyrstu 2 vikur veiðitímans, þó svo að engar rannsóknir sýni tengsl milli veiða á mylkum kúm, og kálfadauða. Það er slæmt til þess að vita að tilfinningar fari að ráða för í veiðistjórnun, en ekki vísindin.

Kvóti ársins er 1220 dýr, sem skiptist niður í 519 tarfa og 701 kú. Kúm fækkar um 104 frá síðasta ári, og törfum um einn. Tarfar eru þá rúm 42% kvótans og kýr 57% rúm.

Skiptingin milli svæða er eftirfarandi:

Svæði 1, Tarfar 124, 23,9% tarfakvóta og kýr 133, 19% kúa. Kvóti tarfa er hér óbreyttur, en kúm fjölgar um þrjár. Á svæði 2 er leyfi fyrir 100 törfum, 19,3% og 175 kúm, 25% kvóta á kúm. Hér fækkar törfum um 58 og kúm um 16. Á svæði 3 er leyfi fyrir 43 törfum sem er 8,29% tarfakvóta og 46 kúm eða 6,56% kvóta þeirra. Hér fjölgar törfum um 20 en kúm fækkar um sömu tölu. Á svæði 4 eru samsvarandi tölu fyrir tarfa 17 og 3,28% og kýr 40 eða 5,71%. Törfum fækkar á svæði 4 um 7 frá síðasta ári, en kúm fjölgar um 11. Á svæði 5 er leyfi fyrir 37 törfum, 5 færri en á síðasta tímabili, 7.38% tarfakvóta. 46 kýr verða veiddar á svæði 5, 12 færri en í fyrra, 6,56% kvóta á kýr. Á svæði 6 verða 75 tarfar felldir, 14,5% tarfakvóta og hér eykst kvóti um 12 dýr frá síðasta ári. Á sama hátt fækkar um 12 kýr, verða 60, 8,56% allra kúa. Á svæði 7 verða felldir 70 tarfar, 30 fleiri en í fyrra og þar með 13,5% allra tarfa. Kúm fækkar hins vegar á svæði 7 um 46, verða 130 en samt 18,5% kúa kvótans. Á svæði 8 er leyfi fyrir 27 törfum, fækkar um 3 og eru 5,2% tarfakvótans. Kúm fækkar á svæði 8 um 8, verða 35 eða 5% kúa kvótans. Á svæði 9 verða svo 26 tarfar felldir, fjölgun um 10 dýr, sem gera þá 5% tarfakvótans. Kúm fækkar á svæði 9 um fjórar, verða 36, eða 5,14% kúa kvótans.

Samtals gera þetta 519 tarfa, einum færri en árið 2020, og 701 kú, 104 færri en síðasta ár.

Veiðitími kúa er eins og áður frá 1. ágúst til 20. september, og veiðitími tarfa frá 15. júlí. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir.

 

Share the Post:

Related Posts

Skotvopnanámskeið

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS um að félagið haldi utan um skotvopnanámskeið. Jafnframt hafa SKOTVÍS og UST gert samkomulag um

Read More

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More