Hentistefna eða veiðistjórnun?

Þann 12. September sl. boðaði Náttúrufræðistofnun Íslands til samráðsfundar þar sem farið var yfir ástand rjúpnastofnsins og metin áhrif veiðistjórnunar. Þar kom fram að sjaldan hefur veiðistofn rjúpu verið stærri frá upphafi talninga og mat kynnti NÍ ráðleggingar sínar um að veiða 89.000 rjúpur. Í rökstuðningi NÍ kom fram að ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar. Góður samhljómur var á fundinum og engin ágreiningur.
13. september, tæpum sólarhring eftir samráðsfundinn, sendir NÍ svo umhverfisráðherra tillögur sínar og er þá skyndilega komin á þá skoðun að beita skuli varúðarreglu og að veiðiþol rjúpnastofnisn sé nú 67.000 fuglar. Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar. Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður EKKI leggja til fjölgun veiðidaga.
�Athygli vekur að stofnunin kýs nú að nota ekki gögn um viðkomu rjúpnastofnsins á NA-landi, eins og ætíð, enda gagnasafnið þar miklu stærra og þar af leiðandi áreiðanlegra. Í stað þess ákveður NÍ að breyta til og nota viðkomu frá suðvesturlandi til að reikna út veiðiþolið.. Rökstuðningur NÍ er að sökum slæmrar tíðar á SV-landi í sumar sé rétt að beita varúðarreglu. Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu.
SKOTVÍS furðar sig á þessari breytingu á aðferðafræði frá fyrri útreikningum varðandi veiðiþolið. Hvað breytist á einum sólarhring? Hvaða nýju gögn komu fram sem ekki voru kynnt á fundinum?
SKOTVÍS hreinlega skilur ekki ráðgjöf NÍ sem lítur framhjá eigin niðurstöðum hvað varðar fjölda veiðdaga.
SKOTVÍS hefur annan skilning á eðli samráðsfunda, þeir eiga að vera vettvangur sátta, upplýsinga og samráðs. NÍ hefur algerlega brugðist trausti skotveiðimanna með þessari framkomu og verður erfitt að vinna það upp aftur.
SKOTVÍS telur talsvert rúm vera fyrir fjölgun veiðidaga en sættir sig við fjölgun á 12 dögum í 18 á þessu hausti. Veiðidagar á rjúpu voru 68 fyrir 2003.
SKOTVÍS minnir á að félagið talaði mjög fyrir núverandi veiðikortakerfi, byrjaði fræðslu fyrir veiðimenn, hefur ávalt haft siðareglur sínar til grundvallar allri veiði og hvatt til hófsamra veiða. SKOTVÍS studdi einnig sölubann á rjúpu dyggilega enda langstærsti þátturinn í núverandi veiðistjórnun á rjúpu.
Þrátt fyrir þessa annmarka á ráðgjöf NÍ hvetur SKOTVÍS veiðimenn til að veiða hóflega nú í haust, ganga vel um veiðislóð, hirða upp notuð skothylki, bæði sín og annara.�Góður skotveiðimaður kynnir sér lög og reglur og siðareglur SKOTVÍS áður en haldið er til veiða, kemur vel fram og er veiðimönnum til sóma.
SKOTVÍS skorar á ráðherra og stjórnvöld að hefja sem fyrst vinnu við stjórnunar-og verndaráætlanir fyrir veiðistofna og sérstaklega rjúpuna.

Share the Post:

Related Posts

Skotvopnanámskeið

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS um að félagið haldi utan um skotvopnanámskeið. Jafnframt hafa SKOTVÍS og UST gert samkomulag um

Read More

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More