Aðalfundur SKOTVÍS 2019

Aðalfundur SKOTVÍS var haldin á fimmtudagskvöld 28. febrúar síðastliðinn.

Vel var mætt og heiðraði hæstvirtur umhverfisráðherra okkur með komu sinni. Við kunnum honum okkar bestu þakkir fyrir að gefa okkur tíma í sinni þéttu dagskrá.
Á fundinum kom fram að rekstur félagsins gekk mjög vel á seinasta ári og einnig fjölgaði félögum um 33%. Virkir félagar eru núna 1.700 í SKOTVÍS og um 1.000 í SKOTREYN.
Metfjölgun og metrekstrarhagnaður á einu og sama árinu.

Á fundinum var skrifað undir samstarfssamning milli SKOTVÍS og Bogveiðifélags Íslands.

Ný stjórn var kjörinn og hana skipa:
Áki Ármann Jónsson, formaður
Jón Víðir Hauksson, varaformaður
Jón Þór Víglundsson, gjaldkeri
Einar Kr. Haraldsson
Bjarnþóra María Pálsdóttir
Þórey Inga Helgadóttir
Ívar Pálsson

Stjórnin mun verða kynnt nánar í næstu viku á heimasíðu SKOTVÍS og Facebook.
Í fyrsta sinn eru tvær konur í stjórn SKOTVÍS, ánægjuleg tákn tíðarandans. Æ fleiri konur leggja fyrir sig skotveiði og er það vel. Fyrsti stjórnarfundur hefur verið boðaður á mánudagskvöld og þar mun stjórnin skipta með sér verkum.

Langtímamarkmið félagsins eru að reka skrifstofu og hafa allavega eitt stöðugildi. Fræðsla til veiðimanna og úrvinnsla veiðigagna eru forgangsverkefni félagsins.

Skotvís – Ársreikningur 2018 m undirrit skoð.manna
Fundargerð aðalfundar 2019

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More