Ný stjórn kjörin á aðalfundi 2018

Áki Ármann Jónsson var kosinn nýr formaður félagsins á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands. Áki Ármann er líffræðingur að mennt og var Veiðistjóri frá 1998-2003 og síðar sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017. Indriði R. Grétarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 6 ára stjórnarsetu, þar af 1 ár sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Áka Ármanns, Jón Víðir Hauksson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson.

Nýrrar stjórnar bíða svo fjölmörg krefjandi verkefni, þar sem stofnun Miðhálendisþjóðgarðs ber hvað hæst, breytingar á veiðistjórnun og vopnalögum. Nýkjörin stjórn félagsins mun halda áfram að leggja áherslu á hagsmunamál skotveiðimanna í góðri samvinnu við önnur útivistar og náttúruverndarsamtök og stjórnvöld.

“Það er ánægjulegt að sjá að félagsmönnum fjölgaði á síðasta ári og mun ný stjórn halda áfram að byggja upp innviði félagsins á fertugasta starfsári þess, öllum skotveiðimönnum landsins til heilla” sagði Áki Ármann við lok aðalfundar.

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More