Léttsteiktar toppskarfabringur

Handa 4

Bringur af 3 toppskörfum
Salt og pipar
2 msk. olía
Blönduð ber

Sósa
5 dl. sjófuglasoð en notið maltöl í stað vatns
1-2 msk. hrútaberjahlaup eða rifsberjahlaup
30 gr. smjör
30 gr. hveiti
3 dl. rjómi
salt og pipar

Hitið soðið og hrærið berjahlaupið saman við.
Bræðið smjörið og hrærið hveitið saman við.
Notið síðan dálítið af smjörblöndunni til að þykkja sósuna.
Sjóðið sósuna í 10 mín., bætið þá rjómanum við og sjóðið í 3 mín. í viðbót.
Kryddið með salti og pipar ef með þarf.

Hitið ofninn í 180° C. Úrbeinið skarfabringurnar og kryddið þær með salti og pipar.
Hitið olíuna á pönnu og brúnið þær í um 1 mín. hvorum megin.
Setjið pönnuna á heitan ofninn og látið bringurnar stikna þar í um 6 mín.

Takið pönnuna úr ofninum og skerið bringurnar þversum í þunnar sneiðar.
Hitið á meðan sósuna á pönnunni sem bringurnar voru steiktar á.
Raðið síðan sneiðunum á fjóra diska, hellið sósunni í kring og skreytið með berjum

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More