Bláberjamarineraðar rjúpur í villibráðasósu

Fyrir 4 -12

rjúpubringur
leggir
fóarn
sarpur og hjarta
1 gulrót
1 laukur
2 súputeningar
250 gr. bláberjasulta
timian
salt og pipar
2 dl. rauðvín
100 gr. hveiti
75 gr. smjör
½ lauf gráðost
2 dl. rjómi
3 cl. brennivín.

Aðferð
Innyfli brúnuð í potti ásamt lauk og gulrót 1 lítri af vatni sett útí og soðið í ca. 1 klukkutíma.
Teningum bætt útí og sósan þykkt með smjöri og hveiti, sigtað (smjörbolla).
Í restina er sósan bragðbætt með 2 msk af sultu, brennivíni (má sleppa) og rjóma.

Rjúpan er lögð í marineringu (sambland af sultunni og rauðvíninu og 1 tsk salt) í 6 klukkutíma.
Bringurnar eru steiktar í stutta stund, ca. 2 mínútur á hvorri hlið, sósan sett á diskinn, rjúpurnar ofan á og borið fram með sykurbrúnuðum kartöflum og eplasalati.

Úlfar Eysteinsson

Share the Post:

Related Posts

Öld Fjallkonunnar

Á sama tíma að ári (öld) Umræðan um rjúpnastofninn, veiðiþol hans, framkvæmd og áhrif veiða er botnfrosin … líkt og

Read More