
Skotvopna- og veiðikortanámskeið
Skotvopnanámskeið.
Allir þeir sem hyggjast stunda skotveiðar á Íslandi þurfa að hafa gilt skotvopnaleyfi.
Til að fá slíkt leyfi þarf að fara á námskeið hjá Umhverfisstofnun áður en sótt er um leyfið sjálft hjá lögreglunni. Ef námskeiðinu er lokið með fullnægjandi árangri getur námskeiðsfari sótt um A-skotvopnaleyfi að því loknu. Athuga ber að skotvopnaleyfi veitir takmarkaðan rétt til þess að stunda skotveiðar og því fara flestir einnig á veiðikortanámskeið.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Veiðikortanámskeið.
Þeir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar hér á landi þurfa að vera handhafar veiðikorts.
Til þess að öðlast þau réttindi er farið á veiðikortanámskeið.
Nánari upplýsingar um veiðikort og námskeið má finna á vef Umhverfisstofnunar.