• skotvis@skotvis.is
Greinar

Greinar

Greinar um veiði, meðhöndlun á villibráð, stofna og ýmislegt fleira á áhugasviði félagsmanna.
Hér er líka að finna ýmsar fróðlegar greinar úr Skotvís blaði fyrri ára.
Lumar þú á góðri grein?            Sendu okkur línu.

Hreindýrakvóti 2021 birtur

Umhverfisráðherra hefur nú ákveðið hreindýrakvóta ársins 2021. Áfram er mælst til þess að veiðimenn forðist að skjóta mylkar kýr fyrstu 2 vikur veiðitímans, þó svo að engar rannsóknir sýni tengsl milli veiða á mylkum kúm, og kálfadauða. Það er slæmt til þess að vita að tilfinningar fari að ráða för í veiðistjórnun, en ekki vísindin. Kvóti ársins er 1220 dýr, […]

Posted in Fréttir, Hreindýr | Tagged , | Slökkt á athugasemdum við Hreindýrakvóti 2021 birtur

Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!

Frá 2006 til 2018 voru í gangi í Þingeyjarsýslum rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga. Þessar rannsóknir hafa runnið sitt skeið en ætlunin er að halda áfram að meta holdafar fuglanna og það verður hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og stofnbreytinga. Einn af þeim þáttum sem sýnir […]

Posted in Fréttir, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!

Rjúpnakvöld Skotvís

SKOTVÍS stendur fyrir árlegu rjúpnakvöldi fimmtudagskvöldið 24. október. Fagnaðurinn verður í sal Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, að Grandagarði 18. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, verður bein útsending á FB síðu félagsins frá viðburðinum. Dagskráin er svona: – Arne Sólmundsson mun fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar – Umhverfisstofnun fara yfir veiðitölur – Náttúrufræðistofnun Íslands mun kynna rjúpnarannsóknir – […]

Posted in Fréttir, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnakvöld Skotvís

Um veiðar á hreindýrum, lífvænleika hreindýrskálfa og stjórnun hreindýrastofnsins.

Ole Anton Bieltvedt skrifar í Morgunblaðið 29.júlí um hreindýraveiðar og þá sérstaklega um veiðar á hreindýrskúm og dýraníð veiðimanna. Ole Anton er annt og umhugað um velferð dýra og er það vel.SKOTVÍS setur velferð dýra og siðfræði veiða í forgang í sínu fræðslustarfi og stefnumótun. Þessi málaflokkur er því skotveiðimönnum hugleikinn. Það örlar þó á misskilningi í greininni sem við […]

Posted in Fréttir, Greinar, Hreindýr | Tagged , , | Slökkt á athugasemdum við Um veiðar á hreindýrum, lífvænleika hreindýrskálfa og stjórnun hreindýrastofnsins.

Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 4 – Fyrirkomulag veiða og áhrif

“Það minnkar sem af er tekið” og það á við um rjúpnastofninn eins og annað og umræðan um áhrif veiða er ekki bara mikilvæg, heldur nauðsynleg. Enn mikilvægara er að veiðimenn séu meðvitaðir og virkir í umræðunni um áhrif veiða og taki frumkvæði í nauðsynlegum aðgerðum ef rjúpnastofninum stafar hætta af rangri framkvæmd veiða eða öðrum þáttum.   Í fyrri […]

Posted in Greinar, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 4 – Fyrirkomulag veiða og áhrif

Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 3, Sveifluvakinn, samband affalla og nýliðunar

Lífshlaup rjúpunnar er markað lágum lífslíkum þar sem náttúruleg öfl valda háum afföllum og ólíklegt er að rjúpan nái meiri en 3-4 ára aldri. Sveiflukennd vetrarafföll 1. árs fugls (77% hauststofnsins síðan 2005) er helsti drifkraftur stofnstærðarsveiflna og lifir engin rjúpa fulla sveiflu með bæði “hámörkum” og “lágmörkum”. Afföll eldri fugla hafa tekið meiri sveiflum síðan 2003 en áratugina þar […]

Posted in Greinar, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 3, Sveifluvakinn, samband affalla og nýliðunar

Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 2 – vöktun rjúpnastofnsins, gagnasöfnun

Í pistli 1 var undirstrikað mikilvægi þess að veiðimenn afli sér þekkingar á eðli stofnstærðarbreytinga rjúpnastofnsins. Birt voru tvö myndrit þar sem samband varpstofns og hauststofns var útskýrt í grófum dráttum og sjá má að stofninn rís og hnígur með reglulegu millibili (óreglulegu í seinni tíð). Þessi einfalda framsetning á ástandi rjúpnastofnsins er þó engan vegin nægjanleg til að fóðra […]

Posted in Greinar, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaspeki, áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 2 – vöktun rjúpnastofnsins, gagnasöfnun

Rjúpnaspeki. Áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 1, byrjunarreitur

Nýafstaðnar karratalningar gefa tilefni til bjartsýni fyrir rjúpnaveiðina á komandi hausti, varpstofninn er í ágætu standi og er við það að ná þeim hæðum sem gjarnan er horft til í samanburði milli ára. Rjúpnaumræðan á það til að snúast um samanburð við “gömlu tímana” og um væntingar að einhvern tíman muni stofninn ná sér á það strik, annaðhvort af sjálfsdáðum […]

Posted in Greinar, Rjúpa | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaspeki. Áttaviti fyrir veiðimenn. Pistill 1, byrjunarreitur

Um framtíð skotveiða

“Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi.” Ofangreint slagorð SKOTVÍS fangar vel þau grunngildi sem siðareglur félagsins byggja á. Dýravernd, náttúruvernd, almenn fræðsla, virðing og góð nýting bráðar eru meginþema þeirra. Í haust fagnar SKOTVÍS 40 ára afmæli sínu sem framvörður skotveiðimanna á Íslandi. Frá […]

Posted in Greinar | Slökkt á athugasemdum við Um framtíð skotveiða
Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial