• skotvis@skotvis.is

Svæðisráð

Árið 2012 samþykkti stjórn félagsins að innan SKOTVÍS skuli starfa sjö svæðisráð, en þau eru:

  1. 1. Vesturland
  2. 2. Vestfirðir
  3. 3. Norðvesturland
  4. 4. Norðausturland
  5. 5. Austurland
  6. 6. Suðurland
  7. 7. Suðvesturland

Hlutverk:

Hlutverk svæðisráða er að virkja umræðu um skotveiðar heima í héraði og vera tengiliður við Framkvæmdaráð á landsvísu, sem mun samræma aðgerðir í nafni félagsins. Svæðisráðum er í sjálfsvald sett hvaða verkefni unnið er að, svo framarlega sem þau eru í samræmi við lög, siðareglur, stefnu og gildi félagsins. Svæðisráð eru stjórn og öðrum einingum innan félagsins ráðgefandi, en þeim verður einnig falin ákveðin verkefni af stjórn félagsins í samráði við hvert svæðisráð fyrir sig. Svæðisráða munu m.a. kynna stefnu og markmið SKOTVÍS, hafa áhrif á málefnastarf SKOTVÍS og sameina skotveiðimenn í nauðsynlegum aðgerðum. Svæðisráð munu einnig mynda þekkingarbrunn og stýra umræðu um sértæk málefni eftir því sem áhugi og þekking manna gefur tilefni til.

Nánara hlutverk svæðisráða mun verða skilgreint betur með skotveiðimönnum á hverju svæði fyrir sig, en stefnt er að sveigjanlegu fyrirkomulagi sem gerir sem flestum kleift að hafa aðkomu að starfi félagsins og beita því til góðra verka.

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial