• skotvis@skotvis.is

Skotreyn

Skotreyn, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað 27. ágúst árið 1986 og er tilgangur félagsins að stuðla að áhuga, þekkingu og leikni félagsmanna, með rekstri og umsjón skotæfingasvæðis, fræðslu fyrir félagsmenn og hagmunabaráttu í samstarfi Skotvís.

Félagar í Skotvís geta sótt um aðild að Skotreyn án endurgjalds með því að hafa samband við SKOTVÍS. Við það er hluti af félagsgjaldi þeirra í Skotvís færður yfir til Skotreyn.

Fræðsla fyrir félagsmenn er í formi fræðslufunda og námsskeiða undir hatti Vopnaþings. Keppt er í skotfimi á um 10 mótum sem haldin eru á æfingasvæðinu.

Skotreyn er áhugamannafélag með um 800 félaga, og hefur þá sérstöðu meðal félaga sem reka skotvelli að vera ekki íþróttafélag. Félagið þiggur þannig enga styrki frá Íþróttasambandi Íslands og öll áhersla í hönnun skotsvæðisins er að bjóða uppá fjölbreytta velli sem hæfa skotveiðimönnum.

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial