Category: Svartfugl

Grillaðar langvíubringur

Hér kemur kryddlögur sem gott er að leggja langvíubringur í.

Þetta magn miðast við 400 g af bringum:
3 msk soyasósa
3 msk ferskur lime-safi
1 msk hunang
2 dl ananassafi (má ekki vera sætur)

Bringurnar eru látnar liggja í þessu yfir nótt í ísskáp og síðan steiktar á grilli eða á pönnu.

Hér kemur svo annar lögur sem ættaður er frá Asíu:
2 1/2 dl soyasósa
6 hökkuð hvítlauksrif
1 msk rifinn engifer
1 chilipiparbelgur skorinn í sneiðar

Bringurnar eru léttfrystar og skornar í pappírsþunnar sneiðar (hráar).
Sneiðarnar eru lagðar í löginn og látnar liggja í honum í 45 mínútur.
Sneiðarnar eru steiktar á vel heitri pönnu og bornar fram með hrísgrjónum.
Gott er að bera kryddlöginn fram í litlum skálum sem sósu.

Svartfugl a la Kína

Fyrir nokkrum árum bað ég kínverskan matreiðslumann, sem starfaði hér á landi um tíma, að matreiða fyrir okkur félagana svartfugl.
Satt best að segja var útkoman ekkert sérstaklega spennandi.
En Kínverjinn gafst ekki upp, hann bað okkur um fleiri bringur og hélt áfram að gera tilraunir.
Viku síðar heimsóttum við hann aftur og þá gaf hann okkur að borða þennan rétt sem var og er frábær, prófið bara sjálf.

Í réttinn þarf:
700 g svartfuglsbringur
1 gulrót skorin í þunnar sneiðar
1/2 kúrbítur (zucchini) skorinn í sneiðar
1/2 blaðlaukur (púrra) skorinn í sneiðar
1 rauð paprika skorin í ca 1×1/2 cm. bita
100 g sveppir skornir í bita
1 msk rifin engiferrót
1 + 2 msk púðursykur
1 dl + 2 msk soyjasósa
matarolía
250 g hrísgrjónanúðlur (Blue Dragon Stir Fry Rice Noodles)

Steikið bringurnar á vel heitri pönnu í 1 1/2 mínútu á hvorri hlið.
Takið þær svo af pönnunni, haldið þeim heitum í volgum ofni (40°C).
Því næst er allt grænmetið, nema sveppirnir, steikt á pönnunni ásamt rifinni engiferrót, 1 msk af púðursykri og 1 dl af soyasósu. Sveppirnir eru steiktir á annarri pönnu og þeim svo blandað saman við grænmetið. Setjið núðlurnar í pott með sjóðandi vatni. Færið þær svo upp úr og látið kalt vatn renna á þær. Klippið síðan núðlurnar niður í 10 cm spotta og blandið þeim saman við grænmetið og sveppina.
Skerið niður svartfuglsbringurnar í 1 cm þykkar sneiðar.
Hitið 2 msk af púðursykri á pönnu, hrærið 2 msk af soyasósu saman við sykurinn. Þegar púðursykurinn er uppleystur eru svartfuglssneiðarnar snöggsteiktar á pönnunni. Sneiðarnar eru svo settar á pönnuna með grænmetinu og hrísgrjónanúðlunum.

Þar með er rétturinn tilbúinn.

Sigmar B. Hauksson

Steiktur lundi

Úrbeinaðar lundabringur
Salt
Pipar
Timian
Gráðostur
Rifsberjasulta
Rjómi

Í þessari uppskrift verður tilfinningin að ráða, gætið þess þó að setja lítið af rifsberjasultu og gráðosti saman við sósuna.
Lundinn er kryddaður með salti og pipar og steiktur í smjöri og síðan kryddaður með timian. Bringurnar teknar af pönnunni, rjómi settur á pönnuna og sósan bragðbætt með gráðosti og rifsberjasultu.
Sósan er krydduð með salti og pipar ef með þarf.
Sykurbrúnaðar kartöflur passa mjög vel með.

Úlfar Eysteinsson

Steiktar svartfuglsbringur

Handa 4

Bringur af 4 svartfuglum
2 msk. maísolía
Salt og pipar

Sósan
4 cl. portvín
1 ½ dl. svartfuglssoð
2 dl. rjómi
2 msk. rifsber, frosin
Salt og pipar

Úrbeinið bringurnar og fjarlægið af þeim himnuna.
Hitið olíuna á pönnu, steikið bringurnar við góðan hita í 4 mín. hvorum megin og kryddið með salti og pipar.
Takið þær af pönnunni og haldið þeim heitum. Hellið portvíninu á pönnunna og leysið upp steikarskófina.
Bætið síðan svartfuglssoðinu við ásamt rjómanum og sjóðið þetta saman í 2 mín.
Setjið síðan rifsberjahlaup og rifsber út í, og látið það sjóða með í 1 mín.
Bragðið á sósunni og kryddið með salti og pipar eins og þurfa þykir.
Hellið sósunni á diskana og setjið bringurnar ofan á, annaðhvort heilar eða skornar á ská í fallegar sneiðar.

Grillaðar langvíubringur

Hér kemur kryddlögur sem gott er að leggja langvíubringur í.

Þetta magn miðast við 400 g af bringum:
3 msk soyasósa
3 msk ferskur lime-safi
1 msk hunang
2 dl ananassafi (má ekki vera sætur)

Bringurnar eru látnar liggja í þessu yfir nótt í ísskáp og síðan steiktar á grilli eða á pönnu.

Hér kemur svo annar lögur sem ættaður er frá Asíu:
2 1/2 dl soyasósa
6 hökkuð hvítlauksrif
1 msk rifinn engifer
1 chilipiparbelgur skorinn í sneiðar

Bringurnar eru léttfrystar og skornar í pappírsþunnar sneiðar (hráar).
Sneiðarnar eru lagðar í löginn og látnar liggja í honum í 45 mínútur.
Sneiðarnar eru steiktar á vel heitri pönnu og bornar fram með hrísgrjónum.
Gott er að bera kryddlöginn fram í litlum skálum sem sósu.

Svartfugl

Svartfugl er frábær villibráð. Stofnar svartfugla eru sterkir hér við land og auðvelt að komast á svartfuglsveiðar. Svartfugl má matreiða á ótal vegu þó bestur sé hann steiktur. Mörgum finnst lýsisbragð af svartfugl­inum og er hann því ekki eins vinsæl villibráð eins og til dæmis rjúpur og gæsir. Auðvelt er að losna við lýsisbragðið. Frumskilyrði er að hreinsa vel alla fitu af svartfuglsbringunum. Þá er tilvalið að leggja bringurnar í góðan kryddlög.

 

SÍTRÓNULÖGUR

 • 2 ½ dl    hvítvín
 • 1 dl    ferskur sítrónusafi
 • 1 dl    ólívuolía
 • 1 msk    rifinn börkur af sítrónu
 • ½ dl    hökkuð myntublöð
 • ½ dl    fínt hakkaður laukur
 • 1 msk    ferskt rósmarín (ef notað er þurrt rósmarín er nóg að hafa ½ msk)
 • 1 msk    salt
 • 1 tsk    hvítur pipar

Þessu er öllu blandað vel saman og svart­fuglsbringurnar, t.d. af lunda, langvíu eða stuttvíu, látnar liggja í leginum. Fyrst í 3 tíma við stofuhita og svo í 12 – 24 tíma í ísskáp. Síðan má glóðarsteikja bringurnar á grilli eða á pönnu. Nauðsynlegt er þó að þær séu rétt aðeins rauðar. Þessi kryddlögur dregur allt lýsisbragð úr kjötinu og gefur því einkar gott bragð. Til þess að bragð kjötsins fái notið sín er gott að hafa bragðmikla sósu með.

 

ENGIFERSMJÖRSÓSA

(fyrir 4)

 • 4 msk    smjör
 • 4 msk    rifin engiferrót
 • 1 dl    soja sósa

A    Smjörið er brætt í potti og þegar það er bráðið er engiferinn settur í pottin.
B     Setjið því næst soja sósuna í pottinn og látið sósuna sjóða við vægan hita í 10 mínútur.
Þetta er bragðmikil sósa og sé hún höfð með svartfuglinum er ágætt að hafa soðnar hrísgrjónanúðlur með eða soðin hrísgrjón.

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial