• skotvis@skotvis.is

SKOTVÍS 40 ára.

SKOTVÍS eru hagsmunasamtök skotveiðimanna og berjast fyrir réttindum hins almenna skotveiðimanns til veiða í náttúru Íslands. Félagsmenn eru rúmlega 4.000 en rúmlega 1.400 eru virkir. Um þessar mundir er félagið 40 ára og laugardaginn 22. september sl. var glæsileg afmælisveisla á Nauthól fyrir alla félagsmenn.  Fyrsta árið er frítt fyrir nýliða í boði HLAÐ. Einnig mun verða dregin út fjögur […]

Hlað greiðir fyrsta félagsgjald nýrra félaga.

Skotvís og Hlað veiðiverslun hafa gert með sér samkomulag um að Hlað bjóði öllum þeim sem ganga í félagið, fyrsta árið frítt. Samningurinn gildir um þá nýja félaga sem ganga í félagið næsta árið. Ferlið er sjálfvirkt, einungis þarf að skrá sig í félagið hér. Stjórn Skotvís bindur miklar vonir við þennan samning og færir þeim Hlaðmönnum bestu þakkir fyrir […]

Tilkynning frá stjórn Skotvís

Af tilefni umræðu á Skotveiðispjallinu á Fésbókinni þá vill stjórn Skotvís koma eftirfarandi á framfæri. Samkvæmt úrskurði Forsætisráðuneytis 11.10.2016 þá er óhemilt að selja veiðileyfi til fuglaveiða á þjóðlendum þrátt fyrir að þær séu í afréttareign eða í annarri óbeinni eign. Einnig er óheimilt að hindra för og eða rukka almenning fyrir að keyra þá vegi eða slóða sem liggja […]

Fundargerð aðalfundar 2018

Aðalfundur Skotveiðifélag Íslands 2018. Fundurinn var haldinn að Ofanleiti 2 í Reykjavík og kl. 14.00. Samkvæmt fundarboði var gert ráð fyrir erindi frá Umhverfisstofnun og að hefðbundin aðalfundarstörf hæfust kl. 14.50. Fulltrúi Umhverfsstofnunar forfallaðist en sýndar voru glærur frá honum sem talað hafði verið yfir. Eftir sýninguna urðu almennar umræður um Miðhálendisþjóðgarð, en Einar Haralds og Arne Sólmundsson fjölluðu m.a. […]

Ný stjórn kjörin á aðalfundi 2018

Áki Ármann Jónsson var kosinn nýr formaður félagsins á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands. Áki Ármann er líffræðingur að mennt og var Veiðistjóri frá 1998-2003 og síðar sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017. Indriði R. Grétarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 6 ára stjórnarsetu, þar af 1 ár sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Áka Ármanns, Jón […]

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial