• skotvis@skotvis.is

Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!

Frá 2006 til 2018 voru í gangi í Þingeyjarsýslum rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga. Þessar rannsóknir hafa runnið sitt skeið en ætlunin er að halda áfram að meta holdafar fuglanna og það verður hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og stofnbreytinga. Einn af þeim þáttum sem sýnir […]

Rjúpnakvöld Skotvís

SKOTVÍS stendur fyrir árlegu rjúpnakvöldi fimmtudagskvöldið 24. október. Fagnaðurinn verður í sal Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, að Grandagarði 18. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, verður bein útsending á FB síðu félagsins frá viðburðinum. Dagskráin er svona: – Arne Sólmundsson mun fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar – Umhverfisstofnun fara yfir veiðitölur – Náttúrufræðistofnun Íslands mun kynna rjúpnarannsóknir – […]

Um veiðar á hreindýrum, lífvænleika hreindýrskálfa og stjórnun hreindýrastofnsins.

Ole Anton Bieltvedt skrifar í Morgunblaðið 29.júlí um hreindýraveiðar og þá sérstaklega um veiðar á hreindýrskúm og dýraníð veiðimanna. Ole Anton er annt og umhugað um velferð dýra og er það vel.SKOTVÍS setur velferð dýra og siðfræði veiða í forgang í sínu fræðslustarfi og stefnumótun. Þessi málaflokkur er því skotveiðimönnum hugleikinn. Það örlar þó á misskilningi í greininni sem við […]

Aðalfundur SKOTVÍS 2019

Aðalfundur SKOTVÍS var haldin á fimmtudagskvöld 28. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt og heiðraði hæstvirtur umhverfisráðherra okkur með komu sinni. Við kunnum honum okkar bestu þakkir fyrir að gefa okkur tíma í sinni þéttu dagskrá. Á fundinum kom fram að rekstur félagsins gekk mjög vel á seinasta ári og einnig fjölgaði félögum um 33%. Virkir félagar eru núna 1.700 í […]

Hreindýrakvóti ársins loks kominn

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2019 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kú og 408 tarfa. Um er að ræða sama fjölda dýra og hreindýrakvóti fyrra árs kvað á um. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í […]

Styrkir til félagsins

Umhverfis-og auðlindaráðuneytið hefur nú birt úthlutun rekstar-og verkefnastyrkja til frjálsra félagasamtaka. SKOTVÍS fékk 400.000- í rekstrarstyrk frá ráðuneytinu. Sótt var um fjóra verkefnastyrki og fengust 350.000- í árlega rjúpnatalningu félagsins og 450.000- í útskipti á plasti í forhlöðum haglaskota. SKOTVÍS hefur látið gott af sér leiða, unnið hörðum höndum að samfélagslegum verkefnum með uppbyggilegum hætti og áorkað miklu á 40 […]

Aðalfundur SKOTVÍS verður 28. febrúar n.k.

Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund félagsins, sem verður haldinn þann 28. febrúar n.k. kl 20:00. Dagskrá og staðsetning verður auglýst nánar er nær dregur. Samkvæmt lögum félagsins skal kjósa á aðalfundi 3 stjórnarmenn til 2ja ára í senn, og formann og varaformann til eins árs. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að senda tilkynningu um framboð sitt til stjórnar á netfangið skotvis@skotvis.is […]

Öryggi á rjúpnaveiðum frá Safe Travel

Skotveiði er útivist þar sem huga þarf að réttum búnaði og öryggisatriðum, auk þess að sýna ábyrga hegðun vegna skotvopna og ganga vel um landið. Veiðimenn þurfa að kynna sér vel þau svæði sem þeir ætla að fara á, fylgjast vel með veðurspá og og jafnframt athuga hvernig aðstæður, færð og veður hefur verið undanfarna daga. Athugið að snjóflóðahætta leynist […]

Hentistefna eða veiðistjórnun?

Þann 12. September sl. boðaði Náttúrufræðistofnun Íslands til samráðsfundar þar sem farið var yfir ástand rjúpnastofnsins og metin áhrif veiðistjórnunar. Þar kom fram að sjaldan hefur veiðistofn rjúpu verið stærri frá upphafi talninga og mat kynnti NÍ ráðleggingar sínar um að veiða 89.000 rjúpur. Í rökstuðningi NÍ kom fram að ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að […]

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial