Nýir félagar borga ekki árgjald fyrsta árið
SKOTVÍS og Hlað hafa endurnýjað samstarf sitt um árgjald nýrra félaga. Hlað mun nú, eins og undanfarin ár, greiða félagsgjöld þeirra sem ganga í félagið í fyrsta sinn fyrsta árið. Nýttu þér þetta kostaboð til að ganga í félagið. Aðeins SKOTVÍS gætir hagsmuna þeirra sem elska skotveiði í ósnortinni náttúru.