• skotvis@skotvis.is

Nýir félagar borga ekki árgjald fyrsta árið

SKOTVÍS og Hlað hafa endurnýjað samstarf sitt um árgjald nýrra félaga. Hlað mun nú, eins og undanfarin ár, greiða félagsgjöld þeirra sem ganga í félagið í fyrsta sinn fyrsta árið. Nýttu þér þetta kostaboð til að ganga í félagið. Aðeins SKOTVÍS gætir hagsmuna þeirra sem elska skotveiði í ósnortinni náttúru.

Grágæs hefur heldur fækkað á Íslandi sl. 4 ár

Heiðagæsastofninn stendur sem fyrr mjög sterkur og taldi hann um hálfa milljón fugla skv. talningum ársins 2019. Íslenski grágæsastofninn náði hins vegar hámarki árið 2011 með 112.000 fuglum. Síðan þá hefur grágæs fækkað og árið 2018 bentu talningar til þess að stofninn væri kominn niður í 58.000 fugla. Árið 2019 rétti stofninn heldur úr kútnum og voru þá taldar 73.000 […]

SKOTVÍS blaðið er komið út!!

Blaðinu er komið í dreifingu til félagsmanna sem eru núna komnir yfir 2.500. Endilega láttu okkur vita með tölvupósti á skotvis hjá skotvis.is ef þér berst ekki blaðið. Að venju er blaðið fullt af áhugaverðu efni sem enginn skotveiðimaður ætti að láta framhjá sér fara. Allir félagar í SKOTVÍS fá blaðið sent heim. Ert þú ekki örugglega félagi?

Söfnun gæsa vængja.

VEIÐIMENN ATHUGIÐVið bendum ykkur á að senda gæsavængi til dr. Arnórs Sigfússonar fuglafræðings.Hann hefur safnað vængjum í áratugi og við hjá SKOTVÍS verið í góðu samtsarfi við hann.Hér að neðan er póstur frá honum. Kæru veiðimenn og aðrir á póstlista Gæsafrétta. Undanfarin ár hef ég leitað til ykkar eftir aðstoð við að safna gæsa- og andavængjum til aldursgreininga á veiðinni […]

Aðalfundur 2021

Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2021 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn rafrænt á Zoom, og hefst klukkan 20:00. Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. […]

Hreindýrakvóti 2021 birtur

Umhverfisráðherra hefur nú ákveðið hreindýrakvóta ársins 2021. Áfram er mælst til þess að veiðimenn forðist að skjóta mylkar kýr fyrstu 2 vikur veiðitímans, þó svo að engar rannsóknir sýni tengsl milli veiða á mylkum kúm, og kálfadauða. Það er slæmt til þess að vita að tilfinningar fari að ráða för í veiðistjórnun, en ekki vísindin. Kvóti ársins er 1220 dýr, […]

Aðalfundur SKOTVÍS 2020

Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2020 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði VERKÍS að Ofanleiti 2 þann 27. febrúar nk. og byrjar klukkan 20:00 Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga […]

Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!

Frá 2006 til 2018 voru í gangi í Þingeyjarsýslum rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga. Þessar rannsóknir hafa runnið sitt skeið en ætlunin er að halda áfram að meta holdafar fuglanna og það verður hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og stofnbreytinga. Einn af þeim þáttum sem sýnir […]

Rjúpnakvöld Skotvís

SKOTVÍS stendur fyrir árlegu rjúpnakvöldi fimmtudagskvöldið 24. október. Fagnaðurinn verður í sal Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, að Grandagarði 18. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, verður bein útsending á FB síðu félagsins frá viðburðinum. Dagskráin er svona: – Arne Sólmundsson mun fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar – Umhverfisstofnun fara yfir veiðitölur – Náttúrufræðistofnun Íslands mun kynna rjúpnarannsóknir – […]

Um veiðar á hreindýrum, lífvænleika hreindýrskálfa og stjórnun hreindýrastofnsins.

Ole Anton Bieltvedt skrifar í Morgunblaðið 29.júlí um hreindýraveiðar og þá sérstaklega um veiðar á hreindýrskúm og dýraníð veiðimanna. Ole Anton er annt og umhugað um velferð dýra og er það vel.SKOTVÍS setur velferð dýra og siðfræði veiða í forgang í sínu fræðslustarfi og stefnumótun. Þessi málaflokkur er því skotveiðimönnum hugleikinn. Það örlar þó á misskilningi í greininni sem við […]

Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial