• skotvis@skotvis.is
Fréttir
Rjúpnakvöld Skotvís

Rjúpnakvöld Skotvís

SKOTVÍS stendur fyrir árlegu rjúpnakvöldi fimmtudagskvöldið 24. október.

Fagnaðurinn verður í sal Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, að Grandagarði 18. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, verður bein útsending á FB síðu félagsins frá viðburðinum.

Dagskráin er svona:
– Arne Sólmundsson mun fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar
– Umhverfisstofnun fara yfir veiðitölur
– Náttúrufræðistofnun Íslands mun kynna rjúpnarannsóknir
– Fræðsla fyrir byrjendur
– Hvar má veiða? Ívar Pálsson lögfræðingur

SKOTVÍS hefur lagt gríðarlega vinnu til að fjölga þeim dögum sem við rjúpnaveiðimenn fáum að ganga til rjúpna. Fyrir 2 árum voru leyfilegir dagar 9, en fyrir þrotlausa vinnu SKOTVÍS, ekki síst með vísan í mjög gagnlega greiningu Arne Sólmundssonar á þeim gögnum sem veiðimenn hafa skilað inn áratugum saman, náðist sá árangur  að fjöldi leyfilegra daga verður nú 22.

Við hvetjum alla til að mæta og hita upp fyrir tímabilið í góðra félaga hópi.

Boðið verður upp á léttar veitingar

Fylgir þú okkur á samfélagsmiðlum?
Wordpress Social Share Plugin powered by Ultimatelysocial