ÁKI ÁRMANN JÓNSSON

Formaður

Sími: 8349933

aki.armann@skotvis.is

Kosinn formaður á aðalfundi félagsins árið 2018.

Um mig

Fæddur og uppalinn í Reykjavík en fór í sveit á Melrakkasléttu öll sumur frá 4 ára aldri. Faðir minn var fæddur og uppalinn á Oddstöðum og höfum við farið þangað á hverju sumri og jafnvel oft. Líffræðingur að mennt.

Hvenær byrjaðir þú að veiða

Byrjaði að veiða í vötnum og lækjum á Sléttu frá 4 ára aldri. Fékk snemma að ganga með byssu(22 kal) og skaut með henni fyrsta fuglinn sem var kjói líklega um 9 ára aldur. Eftir það var ekki aftur snúið og hef ég skotið flest það sem má skjóta á Íslandi og étið það flest. Ætli samt hreindýraveiðin og þegar ég skaut dádýr í Finnlandi hafi ekki verið mesta upplifunin. Undanfarið hefur lítill tími gefist til skotveiða nema veiðar á varg í æðarvarpinu.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum?

Verja æðarvarpið og skóta og nýta alla bráð. Ber mikla virðingu fyrir bráðinni og nýi hana alljafna alla.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum?

Ég hef litla reynslu af félagsstarfi í kring um skotveiði þar sem ég var Veiðistjóri og vann í opinberri stjórnsýslu í kring um veiðar til fjölda ára. Fannst það ekki hæfa að vera í félögum tengdum skotveiði á þeim tíma. En árið 1995 þá er ég ráðinn til Veiðistjóraembættisins til að setja upp Veiðikortakerfið og í framhaldi af því samræmdum við veiðikortanámskeiðin og fræðslu um allt land. Síðan samræmdum við skotvopnanámskeiðin um allt í land í samráði við Ríkislögreglustjóra og skotfélögin á hverjum stað. Ég hef líka setið í Ráðgjafanefnd um Villt dýr sem varaformaður og Hreindýraráði. Einnig í ótal nefndum vegna veiðistjórnunarmála og í stjórn NKV (Nordisk Kollegium for Viltforskning) bæði sem formður og gjaldkeri.

EINAR HARALDSSON

Meðstjórnandi

ehar@skotvis.is

Um mig

Fæddur og uppalinn í Reykjavík en var geymdur vestur a fjörðum við öll tækifæri fram á unglingsár. Veiði þar enn nokkra daga á ári.

Hvenær byrjaðir þú að veiða

Byrjaði í stangveiði en flutti mig yfir rétt fyrir tvítugt. Keypti þá fyrsta Remman -1100. Heif veit yfir 40 daga á ári að meðaltali í 35 ár. Eða sennilega yfir 1.500 daga.

Mun lengur en það tók mig að ná í verkfræðigráðuna mína J Reyndi við atvinnumennsku meðan það var hægt. Hef verið við leiðsögn við hreindyraveiðar frá því það var opnað.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum?

Það er bjargföst skoðun mín að veiðar séu mér einfaldlega eðlislægar. Það er mér eðlilegt að veiða, óeðlilegt að veiða ekki. Útivistin og fjallamennskan er stór hluti fyrir mér. Ég er hluti af náttúrunni ekki áhorfandi.

Félagskapurinn er líka stór hluti, þó stundum vilji ég bara veiða einn. Hef veitt svo sem flest sem má í evrópu. Skynsemi í nýtingu og virðing fyrir bráðinni er mér ofarlega í huga. Svo og réttur almennings til útivistar og veiði.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum? 

Var í stjór Skotvís í fjölda ára og þar af nokkur sem varafaormaður með Sigmari.

Hef setið í allskonar stjórnum og nefndum meðal annars Stjórn SAMÚt. Samtökum Útivistarfélaga, frá stofnun þeirra. Sit td. í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs Austur ofl.

JÓN VÍÐIR HAUKSSON

Varaformaður

jonvidir@skotvis.is

Um mig

Fæddur og uppalinn í Rvk, en var í sveit norður á Ströndum og var þar mikið á sumrin þar sem fjölskyldan á jörð. Ég er kvikmyndatökumaður hjá RUV en hef einnig unnið við störf tengdum laxveiði á sumrin.

Hvenær byrjaðir þú að veiða

Ég er uppalinn við veiðar bæði á stöng og byssu og fór snemma að fylgja föður mínum á rjúpu og gæs. Ég var 13 ára þegar ég byrjaði að skjóta sjálfur og fékk ég til þess svokallaðan Tvilling tvíhleypu riffil 22cal og högl 28cal.

Ég hef veitt bæði hér heima og erlendis, en hér heima aðallega rjúpu og gæs en einnig skarf og svartfugl, hreindýr þegar vel árar. Ég hef unnið að gerð sjónvarps mynda um veiðar hér heima og erlendis.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum?

Áhuga svið mitt er kemur að veiðum: Ég hef afskaplega mikinn áhuga á veiðum en hin síðari á hef ég kannski dregið úr þeim fjölda veiðitúra miðað við sem áður var, þar kemur til annir vegna vinnu minnar en álagspunktarnir eru jafnan á haustin þegar veiðitími stendur sem hæðst. En hugurinn er ávallt á veiðislóð.

Ég tek undir orð Einars að útivist og fjallamennska er stór hluti af mínu lífi og reyni ég að komast útí náttúruna eins oft og ég get helst með stöng eða byssu!

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum?

Reynsla mín af félagstarfi tengdum veiðum eða skotfélögum: Er kannski helst sú að eftir sem ég er bróðir Sigmars B Haukssonar þá upplifði ég starfið í SKOTVÍS soldið í gegnum hann en hef staðið á hliðarlínuni þar til nú, og hlakka ég mikið til að leggja mitt að mörkum fyrir félagið.

JÓN ÞÓR VÍGLUNDSSON

Meðstjórn

jonthor@skotvis.is

Um mig

Uppalinn í Reykjavík og rek í dag í samvinnu við félaga Auglysingaskilti ehf. BA próf í sjónvarpsframleiðslu.

Hvenær byrjaðir þú að veiða

Fékk snemma áhuga á veiði, og byrjaði væntanlega eins og flestir að sveifla stöng.

Byssunni kynntist ég ekki fyrr en á þrítugsaldri, en tók henni fagnandi. Elska alla veiði, en það er eitthvað heillandi við skotveiðina, sérstaklega á ganga á fallegum haust degi til rjúpna, einn með náttúrunni. Fátt sem toppar þannig daga.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum?

Ég tel mikilvægast í störfum fyrir félagsskap eins og Skotvís, að markmiðið að næstu kynslóðir geti notið þess sama og við, sé ávallt í heiðri haft. Þar er hagsmunagæsla okkar veiðimanna.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum?

Ég hef starfað töluvert að félagsmálum í gegnum tíðina, en þetta er fyrsta verkefnið er viðkemur veiðum eða skotfélögum.

NANNA TRAUSTADÓTTIR

Ritari

nanna@skotvis.is

Um mig

Uppalin jöfnum hlutum í Hnífsdal, Reykjavík og Danmörku. Ég á börn, kærasta, systkini, foreldra og ættingja sem sumir talast við og aðrir ekki. Á uppvaxtarárunum átti ég ömmur og afa sem ég eyddi miklum tíma með annars vegar í 101 Rvk og hins vegar á fjárbúi í Ísafjarðardjúpi. Ég fékk því dýrmætt tækifæri til þess að kynnast menningu landsins bæði í borg og sveit. 20 ára flutti ég aftur til Danmerkur og lærði efnafræði og sálfræði í Háskólanum í Álaborg og bætti síðan við mig diplómu í kennslufræðum við HÍ eftir að ég kom heim. Hef starfað við kennslu og fagstjórn í náttúrufræðigreinum í áratug áður en ég tók við starfi verkefnisstjóra við stúdentsprófsbrautina K2 í Tækniskólanum árið 2016. Útivist í náttúru Íslands er mér afar dýrmæt og hefur alltaf verið uppspretta andlegrar og líkamlegrar næringar fyrir mig og fjölskyldu mína.

Hvenær byrjaðir þú að veiða

Veiðar hafa alla tíð verið viðloðandi líf mitt í gegnum nákomna ættingja og sem barn átti ég margar stundir með fjölskyldunni við vötn eða ár við fiskveiðar. Skotvopn mátti ég hins vegar ekki snerta og upplifði það þannig að börn (hvað þá stelpur) ættu að bera óttablandna virðingu fyrir slíkum áhöldum. Á unglingsárunum skaut ég nokkrum sinnum á leirdúfur af haglabyssu en það var ekki fyrr en að yngri bróðir minn skráði sig á skotvopna- og veiðikortanámskeið fyrir áratug eða meira og fór í kjölfarið með pabba á rjúpu að ég hugsaði með mér að mig langaði líka að vera með! Það opnaðist mér nýr heimur í kjölfarið.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum?

Ég hef áhuga á því að efla og lyfta veiðimenningu Íslendinga með því að fræða og mennta vel komandi kynslóðir veiðimanna. Bæta siferðisvitund skotveiðimanna og ábyrgðartilfinningu gagnvart náttúrunni, efla þekkingu þeirra á bráðinni og nýtingu hennar. Einnig hefur mig lengi langað að efla á ábyrgan hátt þann kúltúr að skotveiðar geti að einhverju leyti verið fjölskyldusport. Ég vil vinna fyrir sportveiðimanninn og út frá sjónarmiði sjálfbærni og ábyrgrar hegðunar tryggja rétt hans til veiði um ókominn tíma.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum?

Ég sat í stjórn SKOTVÍS árið 2016 og hef sl. ár sinnt afmörkuðum verkefnum fyrir hönd félagsins.  

SIGURBJÖRN SNJÓLFSSON

Meðstjórnandi

sigurbjorn@skotvis.is

Um þig :

Er fæddur á Akranesi en flutti fljótlega þaðan austur á Hérað þar sem ég smitaðist af veiðiskap af frænda mínum. Hef unnið ýmis störf bæði til sjós og lands í gegnum tíðina en vinn nú sem bílstjóri hjá Vélrás.

Hvenær byrjaðir þú að veiða :

Ég hef lengi haft áhuga fyrir skotveiðum en lét ekki verða af því að uppfylla drauminn fyrr en fyrir 2 árum, þá dreif ég mig í skotvopnaleyfið og veiðakortanámskeiðið. Ég hef lítið stundað veiðar ennþá en er virkur í að undirbúa mig með skotæfingum hjá Skotreyn.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum ?

Þetta er mitt fyrsta félagsstarf er viðkemur veiðum eða skotfélögum en er eins og áður sagði meðlimur í Skotreyn. Sem meðstjórnandi í SKOTVÍS langar mig að beita mér fyrir kynningu á starfinu fyrir nýju fólki og að fjölga konum innan félagsins.

EMIL BIRGIR HALLGRÍMSSON

Meðstjórnandi

emil@skotvis.is

Um þig :

Fæddur í Reykjavík, ólst upp á Akranesi til 16 ára aldurs. Bý í Hafnarfirði. Byggingatæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Suðurnesja í Keflavík.

Hvenær byrjaðir þú að veiða :

Ég fékk áhuga á veiðum upp úr tvítugu og hef stundað þær síðan eða í tæp 30 ár. Bæði skot og stangveiði.

Hvert er þitt áhugasvið og áherslur er kemur að veiðum ?

Ég legg áherslu á það einna helst að gæta hófsemi í allri veiði , sama hvort um sé að ræða skot eða stangveiði og ganga vel um landið sem veitt er á.

Hver er þín reynsla af félagsstarfi er viðkemur veiðum eða skotfélögum ?

Ég er virkur meðlimur í Skotdeild Keflavíkur og Skotfélagi Kópavogs.