Fréttir af félagsstarfinu, tilkynningar frá stjórn og hvað eina sem viðkemur hagsmunum
veiðimanna. Lumar þú á frétt? Sendu okkur línu.
Aðalfundur 2021
Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2021 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn rafrænt á Zoom, og hefst klukkan 20:00. Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna. Kosning tveggja skoðunarmanna […]
Hreindýrakvóti 2021 birtur
Umhverfisráðherra hefur nú ákveðið hreindýrakvóta ársins 2021. Áfram er mælst til þess að veiðimenn forðist að skjóta mylkar kýr fyrstu 2 vikur veiðitímans, þó svo að engar rannsóknir sýni tengsl milli veiða á mylkum kúm, og kálfadauða. Það er slæmt til þess að vita að tilfinningar fari að ráða för í veiðistjórnun, en ekki vísindin. […]
Aðalfundur SKOTVÍS 2020
Stjórn SKOTVÍS auglýsir aðalfund 2020 í samræmi við lög félagsins. Aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði VERKÍS að Ofanleiti 2 þann 27. febrúar nk. og byrjar klukkan 20:00 Dagskrá er eftirfarandi: Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi félagsins: Skýrsla stjórnar. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins. Lagabreytingar. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs. Kosning formanns, varaformanns og tveggja […]
Mælingar á holdafari rjúpna 2019 – ákall til veiðimanna um aðstoð!
Frá 2006 til 2018 voru í gangi í Þingeyjarsýslum rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar og tengslum heilbrigðis fuglanna og stofnbreytinga. Þessar rannsóknir hafa runnið sitt skeið en ætlunin er að halda áfram að meta holdafar fuglanna og það verður hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins. Rannsóknir á heilbrigði rjúpunnar hafa sýnt skýr tengsl heilbrigðis og stofnbreytinga. Einn […]
Rjúpnakvöld Skotvís
SKOTVÍS stendur fyrir árlegu rjúpnakvöldi fimmtudagskvöldið 24. október. Fagnaðurinn verður í sal Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur, að Grandagarði 18. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, verður bein útsending á FB síðu félagsins frá viðburðinum. Dagskráin er svona: – Arne Sólmundsson mun fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar – Umhverfisstofnun fara yfir veiðitölur – Náttúrufræðistofnun […]
Um veiðar á hreindýrum, lífvænleika hreindýrskálfa og stjórnun hreindýrastofnsins.
Ole Anton Bieltvedt skrifar í Morgunblaðið 29.júlí um hreindýraveiðar og þá sérstaklega um veiðar á hreindýrskúm og dýraníð veiðimanna. Ole Anton er annt og umhugað um velferð dýra og er það vel.SKOTVÍS setur velferð dýra og siðfræði veiða í forgang í sínu fræðslustarfi og stefnumótun. Þessi málaflokkur er því skotveiðimönnum hugleikinn. Það örlar þó á […]
Aðalfundur SKOTVÍS 2019
Aðalfundur SKOTVÍS var haldin á fimmtudagskvöld 28. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt og heiðraði hæstvirtur umhverfisráðherra okkur með komu sinni. Við kunnum honum okkar bestu þakkir fyrir að gefa okkur tíma í sinni þéttu dagskrá. Á fundinum kom fram að rekstur félagsins gekk mjög vel á seinasta ári og einnig fjölgaði félögum um 33%. Virkir […]
Hreindýrakvóti ársins loks kominn
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2019 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kú og 408 tarfa. Um er að ræða sama fjölda dýra og hreindýrakvóti fyrra árs kvað á um. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á […]
Styrkir til félagsins
Umhverfis-og auðlindaráðuneytið hefur nú birt úthlutun rekstar-og verkefnastyrkja til frjálsra félagasamtaka. SKOTVÍS fékk 400.000- í rekstrarstyrk frá ráðuneytinu. Sótt var um fjóra verkefnastyrki og fengust 350.000- í árlega rjúpnatalningu félagsins og 450.000- í útskipti á plasti í forhlöðum haglaskota. SKOTVÍS hefur látið gott af sér leiða, unnið hörðum höndum að samfélagslegum verkefnum með uppbyggilegum hætti […]
Rjúpnagögn og gagn
Hér má finna glærur Arne Sólmundssonar frá fyrirlestri hans á Hrafnaþingi NÍ 23. jan 2019.